Leik í fyrstu deild frestað vegna veðurs

Kolbeinn Fannar Gíslason í leik með Þór á síðasta ári.
Kolbeinn Fannar Gíslason í leik með Þór á síðasta ári. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik Ármanns og Þórs frá Akureyri, sem átti að fara fram í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld, hefur verið frestað til morguns vegna varasamra aðstæðna á Norðurlandi.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá KKÍ.

Leikurinn, sem átti að fara fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld, fer þess í stað fram á morgun, laugardaginn 21. janúar, klukkan 16.

Aðstæður til þess að ferðast frá Akureyri eru ekki nægilega góðar og því þurfti að fresta leiknum um einn dag.

mbl.is