Elvar drjúgur í bikarsigri

Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas.
Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson og liðsfélagar hans í Rytas Vilníus eru komnir í undanúrslit litháíska bikarsins í körfuknattleik eftir 20 stiga sigur á Nevezis í dag. 

Elvar setti 16 stig, tók fjögur fráköst og gaf fimm stoðsendingar á þeim 28. mínútum sem hann spilaði í liði Rytas. 

mbl.is