Góður leikur Tryggva ekki nóg gegn liði Martins

Tryggvi Snær Hlinason lék vel í dag.
Tryggvi Snær Hlinason lék vel í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik með Zaragoza í dag þegar Íslendingaliðin tvö í spænsku A-deildinni í körfuknattleik mættust í Valencia.

Martin Hermannsson er ekki byrjaður að spila með Valencia eftir að hafa slitið krossband síðasta sumar en óðum styttist í endurkomu hans.

Tryggvi var í stóru hlutverki hjá Zaragoza og var annar tveggja stigahæstu manna liðsins með 13 stig. Hann varði auk þess fimm skot, langflest allra á vellinum, og tók fimm fráköst en Tryggvi lék í 23 mínútur að þessu sinni.

Valencia er í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig úr 17 leikjum en Zaragoza er í 15. sæti af 18 liðum með átta stig.

mbl.is