Hilmar öflugur í sigurleik

Hilmar Pétursson leikur með Münster í Þýskalandi.
Hilmar Pétursson leikur með Münster í Þýskalandi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hilmar Pétursson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti góðan leik í dag þegar lið hans, Münster, vann Trier á útivelli, 81:79, í spennuleik í þýsku B-deildinni.

Hilmar var næststigahæstur hjá Münster með 13 stig og átti flestar stoðsendingar allra í leiknum, sex talsins, en hann lék í 25 mínútur.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Münster sem er í tólfta sæti af átján liðum í deildinni en skammt frá áttunda sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni í vor. Trier er í næsta sæti fyrir ofan.

mbl.is