Setti persónulegt stigamet og kom Cleveland á sigurbraut á ný

Evan Mobley svífur í átt að körfunni í nótt.
Evan Mobley svífur í átt að körfunni í nótt. AFP/Jason Miller

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland Cavaliers, sem tapað hafði tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Golden State Warriors og Memphis Grizzlies, komst aftur á sigurbraut er liðið lagði Milwaukee Bucks á heimavelli, 114:102.

Evan Mobley leiddi lið sitt til sigursins með persónulegu stigameti upp á 38 stig. Þá tók hann 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að auki. Darius Garland bætti 21 stigi og 10 stoðsendingum við fyrir Cleveland. Jrue Holiday skoraði 28 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Milwaukee, sem voru án síns langbesta leikmanns, Grikkjans Gi­ann­is An­tet­okoun­mpo en hann glímir við meiðsli.

Boston Celtics er á miklu flugi en liðið vann sinn níunda leik í röð þegar það fór yfir landamærin og lagði Toronto Raptors, 106:104. Jaylen Brown skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og átti 7 stoðsendingar fyrir Boston og Grant Williams bæti 25 stigum við. Pascal Siaakam skoraði 29 stig fyrir heimamenn, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst.

Öll úr­slit næt­ur­inn­ar:

Toronto - Boston 104:106
Washington - Orlando 138:118
Atlanta - Charlotte 118:122
Cleveland - Milwaukee 114:102
Minnesota - Houston 113:104
Phoenix - Indiana 112:107
Sacramento - Philadelphia 127:129

mbl.is