Jón Axel Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við ítalska úrvalsdeildarliðið Pesaro.
Jón Axel gekk til liðs við Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélaginu Grindavík í haust og skrifaði þá undir skammtímasamning við ítalska félagið.
Nýi samningurinn gildir út yfirstandandi tímabil.