Elvar lék vel í tapi í Meistaradeildinni

Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas.
Elvar Már Friðriksson í leik með Rytas. Ljósmynd/FIBA

Elvar Már Friðriksson lét vel að sér kveða þegar lið hans Rytas Vilníus mátti þola tap fyrir Manresa, 69:82, í J-riðli Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik í kvöld.

Elvar Már skoraði 12 stig, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar á tæpum 23 mínútum fyrir Rytas í kvöld.

Var hann næststigahæstur í liði sínu.

Rytas er eftir tapið án stiga, en Manresa með tvö stig.

Um leik í fyrstu umferð riðlakeppni lokastigs Meistaradeildarinnar var að ræða þar sem sæti í átta liða úrslitum er í boði fyrir tvö efstu lið fjögurra riðla.

mbl.is