Orlando batt enda á sigurgöngu Boston

Wendell Carter Jr. treður með tilþrifum í nótt.
Wendell Carter Jr. treður með tilþrifum í nótt. AFP/Mike Ehrmann

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Orlando Magic batt enda á níu leikja sigurgöngu Boston Celtics með góðum heimasigri, 113:98. Paolo Banchero skoraði 23 stig fyrir Orlando og tók fimm fráköst að auki. Wendell Carter Jr. bætti við 21 stigi og 11 fráköstum.

Jaylen Brown og Jayson Tatum skoruðu sín hvor 26 stigin fyrir Boston. Orlando situr í 13. sæti Austur-deildarinnar með 18 sigra í 47 leikjum en Boston leiðir Austur-deildina eftir sem áður með 35 sigra í 48 leikjum.

Giannis Antetokounmpo skoraði 29 stig þar af 20 í fyrsta leikhluta í endurkomu sinni á völlinn fyrir Milwaukee Bucks sem komst aftur á sigurbraut í Detroit. Þá tók hann 12 fráköst að auki í 20 stiga útisigri, 150:130. Jrue Holiday bætti við 16 stigum og sjö stoðsendingum fyrir Milwaukee.

Jalen Duren, skoraði 23 stig fyrir Detroit og bætti persónulegt stigamet sitt. Þá bætti hann við 15 fráköstum. Milwaukee situr í 3. sæti Austur-deildarinnar með 30 sigra í 47 leikjum en Detroit er eftir sem áður í 15. og neðsta sæti deildarinnar með 12 sigra í 49 leikjum.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit - Milwaukee 150:130
Orlando - Boston 113:98
Chicago - Atlanta 111:100
Houston - Minnesota 119:114
Utah - Charlotte 120:102
Portland - San Antonio 147:127
Sacramento - Memphis 133:100

Giannis Antetokounmpo steig aftur inn á völlinn í nótt. Hann …
Giannis Antetokounmpo steig aftur inn á völlinn í nótt. Hann skoraði 29 stig, þar af 20 stig í fyrsta leikhluta í góðum sigri Milwaukee. AFP/Gregory Shamus
mbl.is