Fór á kostum gegn Breiðabliki

Danielle Rodriguez átti stórleik fyrir Grindavík.
Danielle Rodriguez átti stórleik fyrir Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Danielle Rodriguez átti enn einn stórleikinn fyrir Grindavík þegar liðið vann sannfærandi sigur gegn Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í HS Orku-höllinni í Grindavík í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Rodriguez skoraði 20 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar en leiknum lauk með stórsigri Grindavíkur, 82:59.

Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti og var með þægilegt forskot í hálfleik, 51:27. Grindavík leiddi 71:44 að þriðja leikhluta loknum og Blikar voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik.

Elma Dautovic skoraði 18 stig fyrir Grindavík, tók sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar en Sanja Orozovic var stigahæst hjá Breiðabliki með 22 stig, 13 fráköst og tvær stoðsendingar.

Grindavík er með 16 stig í fimmta sæti deildarinnar en Breiðablik er í því sjöunda með sex stig.

Gangur leiksins: 0:4, 7:6, 16:7, 23:11, 28:13, 35:17, 42:23, 51:27, 57:33, 64:38, 64:40, 71:42, 71:50, 76:54, 79:56, 82:59.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 20/7 fráköst/9 stoðsendingar/9 stolnir, Elma Dautovic 18/6 fráköst, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 14/12 fráköst, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 7/5 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 6, Hulda Björk Ólafsdóttir 6/6 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 5/5 fráköst, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 3, Hjörtfríður Óðinsdóttir 3.

Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.

Breiðablik: Sanja Orozovic 22/13 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 10/5 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 9/8 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 7/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 6/6 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 2, Anna Soffía Lárusdóttir 2, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Bjarki Þór Davíðsson, Aron Rúnarsson, Agnar Guðjónsson.

Áhorfendur: 140.

mbl.is