Frá Ármanni til KR

Gunnar Ingi Harðarson í leik með Val.
Gunnar Ingi Harðarson í leik með Val. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Ingi Harðarson hefur skipt yfir í KR frá Ármanni. Hinn 26 ára gamli Gunnar hefur leikið með FSu, Val, Haukum og Ármanni hér á landi.

Karfan.is greinir frá. Gunnar lék síðast í efstu deild tímabilið 2019/20 og skoraði þá sex stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í leik.

KR er í botnsæti Subway-deildarinnar með fjögur stig eftir þrettán leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti.  

mbl.is