Njarðvík skoraði 106 stig – Valur vann stórsigur

Emma Karamovic sækir að Fjölnisliðinu í kvöld.
Emma Karamovic sækir að Fjölnisliðinu í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði sex þriggja stiga körfur fyrir Njarðvík þegar liðið heimsótti Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 106:56, en Bríet Sif skoraði alls 20 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af krafti og voru með öruggt 20 stiga forskot í hálfleik, 52:32. Njarðvík skoraði 29 stig gegn 15 stigum Fjölnis í þriðja leikhluta og þar með var leikurinn svo gott sem búinn.

Raquel Laneiro skoraði 19 sig fyrir Njarðvík, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Urté Slavickaite var stigahæst hjá Fjölni með 20 stig, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar.

Njarðvík er með 18 stig í fjórða sæti deildarinnar en Fjölnir er í því sjötta með átta stig.

Gangur leiksins: 6:4, 10:4, 12:18, 15:28, 20:36, 27:38, 28:44, 32:52, 32:54, 37:59, 42:71, 47:81, 51:81, 54:85, 54:95, 56:106.

Fjölnir: Urté Slavickaite 20/7 fráköst, Simone Sill 12/10 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 8, Shanna Dacanay 8/7 stoðsendingar, Heiður Karlsdóttir 6/5 fráköst, Vilborg Júlíana Steinsdóttir 2.

Fráköst: 12 í vörn, 13 í sókn.

Njarðvík: Bríet Sif Hinriksdóttir 20, Raquel De Lima Viegas Laneiro 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Aliyah A'taeya Collier 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 17/12 fráköst/4 varin skot, Erna Hákonardóttir 9, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9, Emma Adriana Karamovic 7/5 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 4/4 fráköst, Andrea Dögg Einarsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Davíð Kristján Hreiðarsson, Elías Karl Guðmundsson.

Valur fór illa með nýliðana

Kiana Johnson var stigahæst hjá Val þegar liðið vann stórsigur gegn nýliðum ÍR í Origo-höllinni á Hlíðarenda, 81:44.

Johnson skoraði 18 stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en sigur Vals var aldrei í hættu.

ÍR-ingar skoruðu einungis 17 stig í fyrri hálfleik, gegn 38 stigum Vals, og Valskonur fögnuðu öruggum sigri í leikslok.

Simone Costa skoraði 16 stig fyrir Val, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Greeta Uprus var stigahæst hjá ÍR með 15 stig og sex fráköst.

Valur er með 28 stig í öðru sætinu en ÍR er í áttunda og neðsta sætinu með tvö stig.

Gangur leiksins: 7:3, 11:6, 14:8, 17:10, 24:11, 27:15, 32:17, 38:17, 44:19, 48:25, 57:27, 60:31, 65:34, 73:37, 76:42, 81:44.

Valur: Kiana Johnson 18/6 fráköst, Simone Gabriel Costa 16/7 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11, Hallveig Jónsdóttir 10, Eydís Eva Þórisdóttir 5, Sara Líf Boama 4/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 3/9 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 6 í sókn.

ÍR: Greeta Uprus 15/6 fráköst, Margrét Blöndal 11/12 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 6/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Arndís Þóra Þórisdóttir 2/6 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 1.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Bergur Daði Ágústsson.

Áhorfendur: 56.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert