Reynslumesti leikmaður Fjölnis hættir á miðju tímabili

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni. mbl.is/Óttar Geirsson

Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni, en hún var spilandi aðstoðarþjálfari liðsins á yfirstandandi leiktíð.

Í samtali við Vísi sagði Sigrún ástæðuna vera ólíka sýn hjá sér og þjálfaranum Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins.

Sigrún, sem er 34 ára, varð deildarmeistari með Fjölni á síðustu leiktíð en liðinu hefur ekki gengið sem skildi á leiktíðinni. Varð Fjölnir fyrsta liðið til að tapa fyrir botnliði ÍR á tímabilinu á dögunum.

Fjölnisliðið er aðeins með fjóra sigra í 16 leikjum í Subway-deildinni á leiktíðinni og hefur liðið tapað sex leikjum í röð í öllum keppnum og aðeins unnið tvo leiki af síðustu 13.

mbl.is