Tók 26 fráköst í toppslagnum í Garðabæ

Cheah Whitsitt skoraði 33 stig og tók 26 fráköst fyrir …
Cheah Whitsitt skoraði 33 stig og tók 26 fráköst fyrir Snæfell í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Snæfell lagði Stjörnuna að velli í toppslag í 1. deild kvenna í körfuknattleik þegar liðin mættust í Garðabæ í kvöld, 75:63.

Stjarnan heldur samt toppsætinu og er með 26 stig eftir 15 umferðir, Snæfell er með 24 stig og Þór frá Akureyri 22 stig.

Stjarnan og Snæfell komust bæði í undanúrslit bikarkeppninnar og fyrir höndum er hörð barátta um sæti í úrvalsdeildinni.

Cheah Whitsitt átti magnaðan leik með Snæfelli en hún skoraði 33 stig og tók hvorki fleiri né færri en 26 fráköst. Preslava Koleva skoraði 18 stig og tók 11 fráköst og Minea Takala skoraði 12 stig.

Riley Popplewell skoraði 22 stig og tók 12 fráköst fyrir Stjörnuna og Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 19 stig. 

mbl.is