Toppliðið vann toppslaginn

Daniela Wallen, til hægri, átti stórleik í kvöld.
Daniela Wallen, til hægri, átti stórleik í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Daniela Wallen fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið vann sannfærandi sigur gegn Haukum í toppslag úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í 17. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Keflavíkur, 83:62, en Wallen skoraði 23 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan jöfn, 24:24, að fyrsta leikhluta loknum. Liðin skiptust á að skora í öðrum leikhluta og var staðan 42:37, Keflavík í vil, í hálfleik.

Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu 21 stig gegn 11 stigum Hauka í þriðja leikhluta og Hafnfirðingar náðu ekki að snúa leiknum sér í vil í fjórða leikhluta.

Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 14 stig fyrir Keflavík, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu en Keira Robinson var stigahæst hjá Haukum með 28 stig, sjö fráköst og fjórar stoðsendingar.

Keflavík er með 32 stig í efsta sæti deildarinnar en Haukar eru í þriðja sætinu með 26 stig, tveimur stigum minna en Valur.

Gangur leiksins: 2:6, 7:13, 14:18, 24:24, 26:26, 30:28, 37:32, 42:37, 49:41, 54:41, 58:43, 63:48, 65:56, 70:60, 76:60, 83:62.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 23/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 13/4 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 11/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 1/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 1.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 28/7 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 12/4 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 9/7 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 6/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 5/9 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 103.

mbl.is