Buðu upp á 270 stig í toppslagnum

Joel Embiid í miklum slag undir körfunni í nótt.
Joel Embiid í miklum slag undir körfunni í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Philadelphia 76ers hafði betur gegn Brooklyn Nets á heimavelli er liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 137:133.

Heimamenn í Philadelphia náðu forystunni snemma leiks og voru yfir nánast allan tímann. Tyrese Maxey skoraði 27 stig fyrir Philadelphia og Seth Curry gerði 32 fyrir Brooklyn.

Giannis Antetokounmpo sækir á Zeke Nnaj í nótt.
Giannis Antetokounmpo sækir á Zeke Nnaj í nótt. AFP/Stacy Revere

Phildadelphia er í öðru sæti Austurdeildarinnar og Brooklyn í fjórða sæti, en mikil og hörð barátta er um efstu sæti deildarinnar þar sem Boston er í toppsætinu.

Milwaukee Bucks er í þriðja sæti eftir 107:99-heimsigur á Denver Nuggets. Eins og nær alltaf var Giannis Antetokounmpo stigahæstur hjá Milwaukee. Grikkinn skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Aaron Gordon skoraði 26 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver, sem spilaði án Nikola Jokic.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Orlando Magic – Indiana Pacers 126:120
Philadelphia 76ers – Brooklyn Nets 137:133
Houston Rockets – Washington Wizards 103:108
Milwaukee Bucks – Denver Nuggets 107:99
New Orleans Pelicans – Minnesota Timberwolves 102:111
Oklahoma City Thunder – Atlanta Hawks 132:137
Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 122:120
Portland Trail Blazers – Utah Jazz 134:124
Sacramento Kings – Toronto Raptors 95:113
Los Angeles Lakers – San Antonio Spurs 113:104

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert