Landsliðsmaður mættur aftur á Egilsstaði

Viðar Örn Hafsteinsson er kominn með liðstyrk.
Viðar Örn Hafsteinsson er kominn með liðstyrk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum hefur gengið frá samningi við skotbakvörðinn Bryan Alberts og mun hann leika með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins.

Alberts, sem er 28 ára, þekkir vel til á Egilsstöðum, því hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins 2020/21. Hann gat hins vegar ekki komið í veg fyrir fall Hattarmanna þá.

Í frétt á Austurfrétt er greint frá að Hattarmenn séu vongóðir um að leikmaðurinn fái leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

Alberts er fæddur í Bandaríkjunum, en er einnig með hollenskt ríkisfang. Hann hefur leikið með Djurgården í Svíþjóð og Kongsberg í Noregi, ásamt Hetti, á atvinnumannaferlinum. Þá hefur hann leikið fyrir hollenska landsliðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert