Karfan skemmdist og leik frestað

Önnur karfan í Höllinni á Akureyri er skemmd.
Önnur karfan í Höllinni á Akureyri er skemmd. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik Þórs frá Akureyri og Fjölnis í 1. deild karla í körfubolta, sem átti að fara fram í kvöld, hefur verið frestað vegna skemmdrar körfu í Höllinni á Akureyri.

Viðgerðir á körfunni eru í gangi, en nokkuð tjón varð á henni og er því ekki hægt að leika í kvöld.

Verður fundinn nýr leiktími um leið og karfan verður tilbúin á nýjan leik.  

Uppfært:
Öðrum leik kvöldsins í 1. deild karla, milli Sindra og Hrunamanna á Hornafirði, hefur verið seinkað um klukkutíma þar sem dómararnir gátu ekki flogið austur. Leikurinn hefst kl. 20.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert