Sigrún aftur í Hauka

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er komin í Hauka.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er komin í Hauka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleikskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur gert samning við Hauka og mun leika með liðinu út yfirstandandi tímabil.

Sigrún þekkir vel til hjá Haukum, því hún hóf meistaraflokksferil sinn með félaginu. Varð hún Íslandsmeistari 2006 og 2007 með liðinu og bikarmeistari seinna árið.

Sigrún er gríðarlega reynslumikill leikmaður og er þriðja leikjahæst í efstu deild hér á landi með 369 leiki. Er hún aðeins sjö leikjum frá meti Birnu Valgarðsdóttur, sem lék 375 leiki í deildinni.

Hún kemur til Hauka frá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari. Hún yfirgaf Grafarvogsfélagið á dögunum, eftir ósætti við Kristjönu Jónsdóttur, þjálfara liðsins.

Borgnesingurinn skoraði 9,3 stig og tók 8,3 fráköstum að meðaltali í leik á tímabilinu með Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert