Vrkic til Grindavíkur

Zoran Vrkic í leik með Tindstóli.
Zoran Vrkic í leik með Tindstóli. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við Króatann Zoran Vrkic um að leika með liðinu út tímabilið. 

Zoran hefur leikið með Tindastóli frá því á síðasta tímabili en samningi hans við liðið var rift á dögunum. Hann er nú genginn til liðs við Grindavík.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur sagðist vera ánægður með komu Vrkic.

„Við höfum verið að skoða í kringum okkur eftir liðstyrk og Zoran varð strax mjög spennandi kostur þegar hann varð laus. Okkur vantar meiri breidd og það er mikill kostur að taka til okkar leikmann sem þekkir deildina vel. Zoran mun klárlega styrkja okkar lið í baráttunni út leiktíðina og við hlökkum til að fá hann inn í leikmannahópinn.“

Tilkynningu Grindavíkur má sjá í heild sinni hér að neðan.

mbl.is