Fjölnir sótti sigur í Smárann

Simone Sill skoraði 21 stig í kvöld.
Simone Sill skoraði 21 stig í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir vann góðan sigur á Breiðabliki, 73:72, í Smáranum í Kópavogi í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Fjölnir byrjaði leikinn betur og leiddi með sex stigum í hálfleik. Þá kom hins vegar góður þriðji leikhluti frá Breiðabliki sem leiddi með tveimur stigum fyrir síðasta leikhlutann. Þá hrökk Fjölnisliðið aftur í gang og vann að lokum nauman eins stigs sigur. Birgit Ósk Snorradóttir fékk tækifæri til að jafna metin af vítalínunni á síðustu sekúndu leiksins en hún setti einungis tvö vítaskot niður af þremur.

Brittany Dinkins lék sinn fyrsta leik fyrir Fjölni í kvöld og endaði sem stigahæsti leikmaður liðsins með 21 stig, líkt og Simone Sill. Dinkins tók einnig sjö fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Sill tók 11 fráköst í leiknum.

Hjá Breiðabliki var Sanja Orozovic stigahæst með 26 stig ásamt því að taka sjö fráköst.

Eftir sigurinn er Fjölnir með tíu stig í sjötta sæti deildarinnar. Breiðablik er einu sæti neðar, með sex stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert