James trúði ekki sínum eigin augum

LeBron James í sjokki í nótt.
LeBron James í sjokki í nótt. AFP/Getty Images/Maddie Meyer

Tvö sigursælustu lið í sögu bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta Boston Celtics og LA Lakers mættust í Boston í nótt. 

Hnífjafnt var á milli liðanna mest allan leikinn og á lokasekúndum leiksins var staðan jöfn og Lakers í sókn. Þá keyrði LeBron James að körfu Boston og Jayson Tatum braut á honum en ekkert var dæmt. James trúði ekki sínum eigin augum og gekk um í algjöru sjokki. 

Boston-liðið var sterkari aðilinn í framlengingunni með Jaylen Brown fremstan í flokki og vann að lokum fjögurra stiga stigur, 125:121. James setti 41 stig fyrir Lakers og tók ásamt því níu fráköst og gaf átta stoðsendingar. 

Kamerúninn Joel Embiid dró vagninn í sjö stiga heimasigri Philadelphia 76ers á Denver Nuggets í gærkvöldi. 

Leiknum lauk með 126:119 sigri Philadelphia, Embiid setti heil 47 stig og tók 18 fráköst. Einnig gaf hann 5 stoðsendingar. Serbinn Nikola Jokic var atkvæðamestur í Denver-liðinu að vanda, nú með 24 stig, átta fráköst og níu stoðsendingar. 

Öll úrslit næturinnar: 

Philadelphia 76ers - Denver Nuggets 126:119
Brooklyn Nets - New York Knicks 122:115
Detroit Pistons - Houston Rockets 114:117
Orlando Magic - Chicago Bulls 109:128
Atlanta Hawks - LA Clippers 113:120
Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings 117:110
New Orleans Pelicans - Washington Wizards 103:113
San Antonio Spurs - Pheonix Suns 118:128
Boston Celtics - LA Lakers 125:121
Utah Jazz - Dallas Mavericks 108:100
Portland Trail Blazers - Toronto Raptors 105:123

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert