Stórleikur Söru dugði ekki til

Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, var stigahæst hjá liði sínu Faenza þegar það mátti sætta sig við tap fyrir Campobasso, 59:73, í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sara Rún skoraði 18 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu á tæpum 22 mínútum hjá Faenza í kvöld.

Var hún næststigahæst í leiknum.

Faenza siglir lygnan sjó í deildinni þar sem það er í níunda sæti af fjórtán liðum með 12 stig eftir 18 leiki.

mbl.is