Skoraði 50 stig í fjórða sigrinum í röð

Giannis Antetokounmpo fór á kostum í nótt.
Giannis Antetokounmpo fór á kostum í nótt. AFP/Stacy Revere

Giannis Antetokounmpo átti stórleik fyrir Milwaukee Bucks þegar liðið vann nokkuð þægilegan heimasigur gegn New Orleans Pelicans í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Lokatölur urðu 135:110, Milwaukee í vil, en Antetokounmpo skoraði 50 stig í leiknum, tók þrettán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Jose Alvarado var stigahæstur hjá New Orleans með 18 stig og sex fráköst en liðið er með 26 sigra í sjötta sæti vesturdeildarinnar.

Milwaukee er á miklu skriði þessa dagana og var þetta fjórði sigurleikur liðsins í röð en liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar með 33 sigra.

Úrslit næturinnar í NBA:

Memphis – Indiana 112:110
Cleveland – LA Clippers 122:99
Milwaukee – New Orleans 110

mbl.is