Létt hjá Haukum í meistaraslagnum

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir átti góðan leik fyrir Hauka.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir átti góðan leik fyrir Hauka. mbl.is/Óttar Geirsson

Haukar unnu sannfærandi útisigur á Fjölni, 91:46, er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 46:26 og Haukar héldu áfram að bæta í forskotið í seinni hálfleik.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti stórleik hjá bikarmeisturum Hauka og skoraði 26 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir bætti við 16 stigum.

Urté Slavickaite gerði 18 stig fyrir deildarmeistara Fjölnis og Brittany Dinkins skoraði átta stig.

Haukar eru í öðru sæti með 30 stig og Fjölnir í sjötta sæti með tíu. Valur getur náð öðru sætinu á nýjan leik, með sigri á Grindavík síðar í kvöld.

mbl.is