Meistararnir stöðvuðu sigurgöngu Hauka

Kári Jónsson fór á kostum gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld.
Kári Jónsson fór á kostum gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kári Jónsson fór á kostum fyrir Íslandsmeistara Vals þegar liðið stöðvaði sigurgöngu Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í 15. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með átta stiga sigri Vals, 84:76, en Kári skoraði 31 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar gegn uppeldisfélagi sínu.

Hafnfirðingar byrjuðu leikinn betur og leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 23:15. Valsmenn náðu að minnka forskot Hauka í fjögur stig í öðrum leikhluta og var staðan 39:35, Haukum í vil, í hálfleik.

Valsmenn byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og var staðan jöfn, 61:61, að þriðja leikhluta loknum. Valsmenn skoruðu svo 23 stig gegn 15 stigum Hauka í fjórða leikhluta og fögnuðu sigri.

Frank Aron Booker skoraði 17 stig fyrir Val, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Norbertas Giga var stigahæstur í liði Hafnfirðinga með 20 stig, ellefu fráköst og tvær stoðsendingar.

Valsmenn eru í efsta sætinu með 24 stig, tveimur stigum meira en Keflavík sem á leik til góða á Val.

Haukar, sem höfðu unnið fjóra leiki í röð fyrir leik kvöldsins, eru með 20 stig í fjórða sætinu.

Gangur leiksins: 2:4, 9:15, 9:17, 15:23, 15:25, 25:29, 31:31, 35:39, 38:43, 50:49, 55:54, 61:61, 69:65, 74:69, 77:73, 84:76.

Valur: Kári Jónsson 31/5 fráköst/7 stoðsendingar, Frank Aron Booker 17, Callum Reese Lawson 12/8 fráköst, Kristófer Acox 11/15 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7/6 fráköst, Ástþór Atli Svalason 4, Daði Lár Jónsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Norbertas Giga 20/11 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 19/9 fráköst, Darwin Davis Jr. 12, Breki Gylfason 8/5 fráköst, Daníel Ágúst Halldórsson 8/4 fráköst, Daniel Mortensen 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Alexander Óðinn Knudsen 2.

Fráköst: 28 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson, Bjarni Rúnar Lárusson.

Áhorfendur: 123.

mbl.is