Óvæntur risasigur í toppslagnum

Kyrie Irving og Jaylen Brown eigast við í nótt.
Kyrie Irving og Jaylen Brown eigast við í nótt. AFP/Maddie Meyer

Boston Celtics gerði sér lítið fyrir og vann 43 stiga sigur á Brooklyn Nets er liðin mættust í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt. Eftir ójafnan leik vann Boston 139:96-sigur.

Sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira í jöfnu liði Boston. Jayson Tatum skoraði flest þeirra eða 31 og Jaylen Brown skilaði 26 stigum. Kyrie Irving skoraði 20 fyrir Brooklyn.

Boston er í toppsæti deildarinnar með 37 sigra og 15 töp. Brooklyn er í fjórða sæti með 31 sigur og 20 töp.

Joel Embiid treður í nótt.
Joel Embiid treður í nótt. AFP/Tim Nwachukwu

Philadelphia 76ers er í þriðja sæti Austurdeildarinnar eftir 105:94-sigur á heimavelli gegn Orlando Magic. Joel Embiid var drjúgur að vanda hjá Philadelphia, skoraði 28 stig og tók auk þess 11 fráköst. James Harden var með 26 stig og tíu stoðsendingar.

Þá vann Portland Trail Blazers óvæntan 122:112-útisigur á Memphis Grizzlies. Portland er í 11. sæti Vesturdeildarinnar og Memphis í öðru sæti. Damian Lillard fór á kostum fyrir Portland og skoraði 42 stig og gaf tíu stoðsendingar. Ja Morant skoraði 32 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Memphis.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Memphis Grizzlies – Portland Trail Blazers 112:122
Philadelphia 76ers – Orlando Magic 105:94
Boston Celtics – Brooklyn Nets 139:96
Houston Rockets – Oklahoma City Thunder 112:106
Minnesota Timberwolves – Golden State Warriors 119:114
San Antonio Spurs – Sacramento Kings 109:119
Utah Jazz – Toronto Raptors 131:128
Phoenix Suns – Atlanta Hawks 100:132

mbl.is