Keflavík aftur í toppsætið

Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Keflavík.
Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík endurheimti toppsæti Subway-deildar karla í körfubolta með 109:89-heimasigri á Breiðabliki í kvöld. Er Keflavík með 24 stig, eins og Valur, en með betri árangur innbyrðis. Breiðablik er í fimmta sæti með 16 stig.

Keflvíkingar náðu forystunni snemma leiks og létu hana aldrei af hendi, en staðan eftir fyrsta leikhlutann var 38:25. Breiðablik vann annan leikhlutann með einu stigi og voru hálfleikstölur 59:47, Keflavík í vil.

Heimamenn unnu þriðja og fjórða leikhlutann með fjórum stigum hvorn og sannfærandi 20 stiga sigur í leiðinni.

David Okeke, Dominykas Milka og Igor Maric skoruðu 24 stig hver fyrir Keflavík. Okeke var auk þess með 13 fráköst og Milka 10.

Jeremy Smith skoraði 21 stig, gaf sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Breiðablik. Julio Calver De Assis skoraði 17 stig og tók 10 fráköst.  

Blue-höllin, Subway deild karla, 03. febrúar 2023.

Gangur leiksins:: 5:3, 18:10, 26:17, 38:25, 47:27, 54:35, 54:43, 59:47, 66:53, 76:58, 85:62, 87:71, 96:76, 102:78, 107:82, 109:89.

Keflavík: Igor Maric 24/7 fráköst, David Okeke 24/13 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 24/10 fráköst, Eric Ayala 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Horður Axel Vilhjalmsson 9/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 7, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 3.

Fráköst: 40 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 21/7 fráköst/8 stoðsendingar, Julio Calver De Assis Afonso 17/10 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 16, Everage Lee Richardson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sölvi Ólason 12, Clayton Riggs Ladine 8/4 fráköst, Danero Thomas 2.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Stefán Kristinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.

mbl.is