Njarðvíkingurinn stigahæstur í Hollandi

Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá sínu liði.
Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá sínu liði. Ljósmynd/FIBA

Aris Leeuwarden mátti þola tap á útivelli gegn Zwolle, 76:93, í BNXT-deildinni, sameiginlegri deild Hollands og Belgíu, í körfubolta í dag.

Njarðvíkingnum Kristni Pálssyni verður ekki kennt um tapið, því hann var stigahæstur hjá Leeuwarden. Skoraði hann 16 stig og gaf auk þess þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast á 29 mínútum.

Kristinn og félagar eru í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig, en hafa tapað þremur leikjum af síðustu fjórum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert