Oft og tíðum geðþóttaákvörðun hjá ríkum köllum

„Það er það skrítna við kvennaliðin í Evrópu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Helena, sem er 34 ára gömul, er besta körfuboltakona sem Ísland hefur átt en hún hefur meðal annars leikið í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi á atvinnumannaferlinum.

„Þau eru oft á mjög sérstökum stöðum og þetta eru oft ríkir kallar sem ákveða bara hjá sjálfum sér að þeir ætli að vera með kvennakörfuboltalið hérna,“ sagði Helena.

„Ég fékk vel borgað og það var mjög vel haldið utan um okkar lið,“ sagði Helena meðal annars þegar hún ræddi dvöl sína hjá Good Angels Kosice í Slóvakíu.

Viðtalið við Helenu í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is