Boston sterkari í toppslagnum

Derrick White var stigahæstur hjá Boston.
Derrick White var stigahæstur hjá Boston. AFP/Gregory Shamus

Boston Celtics, topplið Austurdeildarinnar í NBA-körfuboltanum vestanhafs, hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 106:99, er liðin mættust í Boston í nótt.

Derrick White og Malrcolm Brogdon skoruðu 19 stig hvor fyrir afar jafnt lið Boston. Joel Embiid gerði 28 fyrir Philadelphia.

Sacramento Kings hefur komið skemmtilega á óvart í Vesturdeildinni og er liðið í þriðja sæti eftir 130:128-útisigur á Houston Rockets. De‘Aron Fox skoraði 31 stig fyrir Sacramento. Jalen Green gerði 41 fyrir Houston.

Sacramento Kings hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu.
Sacramento Kings hefur komið skemmtilega á óvart á tímabilinu. AFP/Carmen Mandato

Stórstjarnan Kyrie Irving fer vel af stað með Dallas Mavericks, en hann skoraði 24 stig og var stigahæstur í 110:104-útisigri liðsins á Los Angeles Clippers. Norman Powell skoraði 24 fyrir Clippers.

Úrslit næturinnar í NBA-körfuboltanum:
Cleveland Cavaliers – Detroit Pistons 113:85
Washington Wizards – Charlotte Hornets 118:104
Boston Celtics – Philadelphia 76ers 106:99
Miami Heat – Indiana Pacers 116:111
Toronto Raptors – San Antonio Spurs 112:98
Houston Rockets – Sacramento Kings 128:130
Utah Jazz – Minnesota Timberwolves 118:143
Los Angeles Clippers – Dallas Mavericks 104:110
Portland Trail Blazers – Golden State Warriors 125:122

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert