Grikkinn skoraði 46 stig

Giannis Antetokounmpo á fleygiferð í nótt.
Giannis Antetokounmpo á fleygiferð í nótt. AFP/Thearon W. Henderson

Grikkinn stórkostlegi, Giannis Antetokounmpo, fór á kostum í liði Milwaukee Bucks þegar það hafði betur gegn Sacramento Kings, 133:124, í frábærum leik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Gríska skrímslið gerði sér lítið fyrir og skoraði 46 stig ásamt því að taka 12 fráköst.

Liðsfélagi hans, Khris Middleton, bætti við 31 stigi og níu fráköstum og Brook Lopez skoraði 23 stig ásamt því að taka átta fráköst.

Stigahæstur í liði Sacramento var DeAaron Fox með 35 stig og tók hann einnig átta fráköst.

Domantas Sabonis átti sömuleiðis stórkostlegan leik þar sem hann var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 23 stig, tók 17 fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Kevin Huerter bætti við 28 stigum fyrir Sacramento.

Ríkjandi meistarar Golden State Warriors unnu góðan sigur á Phoenix Suns, 123:112.

Klay Thompson skoraði 38 stig fyrir Golden State og Steph Curry bætti við 23 stigum og sjö fráköstum. Jordan Poole skoraði 20 stig.

Stigahæstur í liði Phoenix var Devin Booker með 32 stig og skammt undan var Deandre Ayton með 27 stig og 12 fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Sacramento – Milwaukee 124:133

Golden State – Phoenix 123:112

Houston – Boston 111:109

Dallas – Memphis 88:104

Miami – Utah 119:115

Atlanta – Minnesota

Detroit – Indiana 117:97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert