Það var eitt skref eftir

Leikmenn Álftaness fagna sigrinum gegn Skallagrími í íþróttahúsinu á Álftanesi …
Leikmenn Álftaness fagna sigrinum gegn Skallagrími í íþróttahúsinu á Álftanesi í gær og um leið sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Álftanes tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð í fyrsta sinn í sögu félagsins með öruggum sigri gegn Skallagrími í íþróttahúsinu á Álftanesi.

Leiknum lauk með 13 stiga sigri Álftaness, 96:83, en Srdan Stjojanovic var stigahæstur hjá Álftnesingum með 28 stig. Dúi Þór Jónsson skoraði 20 stig og átti 11 stoðsendingar.

Liðið er með 44 stig í efsta sæti deildarinnar, fjórum stigum meira en Hamar, þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

Álftanes verður 27. félagið sem leikur í úrvalsdeild karla á Íslandi frá stofnun deildarinnar árið 1978 og Garðabær verður aðeins þriðja bæjarfélagið í sögunni til að eiga tvö lið í deildinni.

Ennþá að raungerast

„Tilfinningin er mjög skrítin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, í samtali við Morgunblaðið í íþróttahúsinu á Álftanesi í gær.

„Þetta er einhvern veginn ennþá að raungerast í heilanum á mér, að liðið sé komið upp í efstu deild, en á sama tíma er þetta hrikalega ljúft. Félagið hefur tekið skref upp á við á hverju einasta ári undanfarin ár. Við byrjum í þriðju deild, förum upp í aðra deild og þaðan upp í fyrstu deildina þannig að það var bara eitt skref eftir ef svo má segja,“ sagði Kjartan Atli.

Viðtalið við Kjartan má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »