Emma sleit krossband

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir í baráttu við Margréti Blöndal í …
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir í baráttu við Margréti Blöndal í leik Hauka og ÍR í haust. mbl.is/Árni Sæberg

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfuknattleik, varð fyrir því óláni að meiðast alvarlega í leik með Haukum gegn Keflavík í úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Emma Sóldís meiddist eftir aðeins einnar og hálfrar mínútu leik og greindi Karfan frá því að hún hafi slitið krossband í hné.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir Emmu Sóldísi og bikarmeistara Hauka.

Emma Sóldís heldur í haust til Bandaríkjanna þar sem hún mun leika fyrir sterkt lið Liberty-háskólans, Liberty Flames, í háskólaboltanum þar í landi.

Einhver bið verður þó á því að hún geti spilað með Liberty Flames, þar sem hún má vænta þess að vera frá keppni í níu til tólf mánuði.

mbl.is