Fjölniskonur ekki í vandræðum

Heiður Karlsdóttir átti góðan leik með Fjölni í kvöld.
Heiður Karlsdóttir átti góðan leik með Fjölni í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir vann mjög öruggan sigur á Breiðabliki þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í Dalhúsum í kvöld, 90:72.

Fjölnir er þá með 16 stig í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Grindavík, en er nú átta stigum á undan Blikum sem eru með átta stig í sjöunda sætinu.

Staðan í hálfleik var 49:40, Fjölni í hag, og Grafarvogsliðið var tuttugu stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 75:55.

Heiður Karlsdóttir skoraði 16 stig fyrir Fjölni og tók 12 fráköst. Brittany Dinkins og Urté Slavickaite skoruðu 15 stig hvor og Dinkins tók tíu fráköst. Simone Sill skoraði 14.

Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 24 stig fyrir Breiðablik og tók 13 fráköst og Birgit Ósk Snorradóttir var með 13 stig og 12 fráköst.

Gangur leiksins: 4:9, 9:14, 14:21, 25:28, 32:30, 39:30, 43:35, 46:40, 58:45, 63:45, 69:50, 75:55, 79:55, 82:57, 86:64, 90:72.

Fjölnir: Heiður Karlsdóttir 16/12 fráköst, Brittany Dinkins 15/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Urté Slavickaite 15/5 stolnir, Simone Sill 14/9 fráköst, Stefanía Tera Hansen 11, Bergdís Anna Magnúsdóttir 8, Aðalheiður Ella Ásmundsdóttir 6, Shanna Dacanay 4/5 stoðsendingar, Victoría Lind Kolbrúnardóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Breiðablik: Rósa Björk Pétursdóttir 24/13 fráköst, Birgit Ósk Snorradóttir 13/12 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8/7 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 6/8 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 4, Embla Hrönn Halldórsdóttir 4, Aníta Rún Árnadóttir 4, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 4, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Hera Magnea Kristjánsdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, Jón Þór Eyþórsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.

mbl.is