Haukar elta toppliðin eftir útisigur

Keira Robinson átti mjög góðan leik með Haukum í kvöld.
Keira Robinson átti mjög góðan leik með Haukum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haukar elta áfram topplið Keflavíkur og Vals eftir sigur á Grindavík á útivelli í kvöld í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, 82:75.

Keflavík er með 42 stig og Valur 40, og Haukakonur eru nú komnar með 40 stig en toppslagur Keflavíkur og Vals stendur nú yfir. Liðin þrjú slást um deildarmeistaratitilinn og bestu stöðuna fyrir úrslitakeppnina.

Grindavík endar að öllum líkindum í fimmta sæti deildarinnar en liðið er fjórum stigum á undan Fjölni þegar þrjár umferðir eru eftir.

Keira Robinson skoraði 22 stig fyrir Hauka, tók 12 fráköst og átti níu stoðsendingar og var því hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Sólrún Inga Gísladóttir skoraði 21 stig. Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 18 stig fyrir Grindavík. 

Gangur leiksins: 9:5, 14:13, 18:18, 21:20, 26:25, 27:27, 34:29, 39:38, 43:39, 48:46, 54:53, 58:59, 63:64, 64:69, 66:80, 75:82.

Grindavík: Hulda Björk Ólafsdóttir 18/6 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 16/8 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 15/10 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 9, Hekla Eik Nökkvadóttir 9/5 fráköst, Alexandra Eva Sverrisdóttir 8/6 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Haukar: Keira Breeanne Robinson 22/12 fráköst/9 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 21/8 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 16/5 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13/8 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 8, Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Stefán Kristinsson, Aron Rúnarsson, Daníel Steingrímsson.

Áhorfendur: 134.

mbl.is