Keflavík stendur vel eftir sigur í toppslagnum

Daniela Wallen skoraði grimmt fyrir Keflavík í kvöld.
Daniela Wallen skoraði grimmt fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Deildarmeistaratitill kvenna í körfuknattleik blasir við Keflvíkingum eftir mjög sannfærandi sigur þeirra á Valskonum í Keflavík í kvöld, 70:55.

Keflavík náði með sigrinum fjögurra stiga forskoti á Hauka og Val, er með 44 stig gegn 40 hjá báðum keppinautunum.

Leikurinn var jafn lengi vel og staðan í hálfleik var 31:30, Keflvíkingum í hag. Í síðari hálfleik dró smám saman í sundur með liðunum, staðan var 53:45 eftir þriðja leikhluta og Valskonum gekk afar illa að koma boltanum í körfuna eftir það.

Daniela Wallen og Karina Konstantinova skoruðu 20 stig hvor fyrir Keflvíkinga og Birna Valgerður Benónýsdóttir 12 en Kiana Johnson var atkvæðamest hjá Val með 15 stig.

Gangur leiksins: 2:7, 5:7, 11:11, 15:13, 19:19, 22:20, 24:23, 31:30, 34:32, 41:36, 46:41, 53:45, 55:47, 60:49, 68:53, 70:55.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 20/8 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Karina Denislavova Konstantinova 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Agnes María Svansdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Anna Lára Vignisdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 2/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 2.

Fráköst: 29 í vörn, 2 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 15/6 fráköst/10 stolnir, Hildur Björg Kjartansdóttir 8/10 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/10 fráköst, Sara Líf Boama 6, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6, Simone Gabriel Costa 4/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 4, Embla Kristínardóttir 3, Margrét Ósk Einarsdóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson, Gunnlaugur Briem.

Áhorfendur: 168.

mbl.is