Lakers setti félagsmet

Malik Beasley (til vinstri) í þann mund að skora eina …
Malik Beasley (til vinstri) í þann mund að skora eina af sjö þriggja stiga körfum sínum í nótt. AFP/Sean Gardner

LA Lakers setti félagsmet í nótt þegar liðið vann þægilegan sigur á New Orleans Pelicans, 123:108, í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Í leiknum skoraði Lakers 18 þriggja stiga körfur. Aldrei fyrr í rúmlega 60 ára sögu félagsins hefur liðið sett niður jafn margar þriggja stiga körfur í einum og sama leiknum.

Malik Beasley fór á kostum þar sem hann skoraði úr sjö af 12 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og skoraði alls 24 stig.

Austin Reaves og D’Angelo Russell skoruðu báðir úr þremur þriggja stiga skotum, Troy Brown Jr. og Rui Hachimura úr tveimur hvor og Anthony Davis úr einu.

mbl.is