Njarðvík sendi ÍR endanlega niður

Bríet Sif Hinriksdóttir og samherjar í Njarðvík unnu öruggan sigur …
Bríet Sif Hinriksdóttir og samherjar í Njarðvík unnu öruggan sigur í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fallbaráttu úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik lauk endanlega í kvöld þegar Njarðvík vann mjög öruggan sigur á ÍR í Ljónagryfjunni, 79:43.

Þar með er ÍR fallið eftir eins árs dvöl meðal þeirra bestu en Breiðholtsliðið er nú sex stigum á eftir Breiðabliki þegar þremur umferðum er ólokið. Breiðablik er með 2:0 í innbyrðis viðureignum liðanna.

Njarðvík er sem fyrr í fjórða sætinu og endar þar, og mun því mæta verðandi deildarmeisturum, Keflavík eða Val, í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.

Erna Hákonardóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík, Aliyah Colliere og Lavinia Joao Gomes 12 hvor en Sólrún Sæmundsdóttir skoraði 15 fyrir ÍR.

Gangur leiksins: 0:5, 5:7, 12:9, 24:14, 32:18, 32:18, 41:22, 48:24, 50:30, 58:30, 60:35, 63:35, 65:37, 72:39, 76:40, 79:43.

Njarðvík: Erna Hákonardóttir 15, Lavinia Joao Gomes Da Silva 12/6 fráköst, Aliyah A'taeya Collier 12/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Eva María Lúðvíksdóttir 7, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Raquel De Lima Viegas Laneiro 5/5 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 3, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/8 fráköst, Dzana Crnac 2.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

ÍR: Sólrún Sæmundsdóttir 15/5 fráköst, Greeta Uprus 10/7 fráköst, Margrét Blöndal 9/9 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 4/8 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 4, Heiða Sól Clausen Jónsdóttir 1.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigurbaldur Frímannsson, Agnar Guðjónsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 85.

mbl.is