Haukar lögðu Stjörnuna

Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig fyrir Hauka í kvöld.
Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig fyrir Hauka í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haukar eru áfram í baráttu um þriðja sæti úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni á Ásvöllum í kvöld, 99:86.

Haukar eru með 26 stig eins og Keflavík en liðin berjast um þriðja og fjórða sætið ásamt Tindastóli sem er með 22 stig en á leik til góða annað kvöld.

Stjarnan er áfram í níunda sætinu með 16 stig og í slag um sæti í úrslitakeppninni, við Grindavík sem er með 18 stig, Þór Þorlákshöfn og Breiðablik sem eru með 16 stig.

Haukar voru yfir í hálfleik, 57:45. Stjarnan náði að jafna metin í síðari hálfleiknum en Haukar sigu fram úr á ný og tryggðu sér sigurinn á lokakaflanum.

Darwin Davis skoraði 29 stig fyrir Hauka, Hilmar Smári Henningsson 19 og Orri Gunnarsson 19.

Adama Darbo skoraði 25 stig fyrir Stjörnuna, Niels Gutenius 12 og Dagur Kár Jónsson 12.

Gangur leiksins: 10:4, 17:6, 21:14, 26:21, 30:24, 36:29, 44:38, 57:45, 64:52, 69:62, 72:69, 77:76, 79:80, 79:81, 86:83, 99:86, 99:86, 99:86, 99:86, 99:86.

Haukar: Darwin Davis Jr. 29, Hilmar Smári Henningsson 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 19/5 fráköst/5 stolnir, Norbertas Giga 13/11 fráköst, Daniel Mortensen 10, Daníel Ágúst Halldórsson 6/4 fráköst, Frosti Valgarðsson 3.

Fráköst: 23 í vörn, 5 í sókn.

Stjarnan: Adama Kasper Darbo 25/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 12, Niels Gustav William Gutenius 12/10 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 10, Kristján Fannar Ingólfsson 9/3 varin skot, Friðrik Anton Jónsson 7/6 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 4, Armani T´Bori Moore 4/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Stefán Kristinsson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 178.

mbl.is