Loksins sigur hjá Keflvíkingum

Halldór Garðar Hermannsson var í stóru hlutverki hjá Keflavík í …
Halldór Garðar Hermannsson var í stóru hlutverki hjá Keflavík í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflvíkingar unnu loksins leik á ný og styrktu stöðu sína í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með naumum sigri gegn Hetti á Egilsstöðum í kvöld, 89:84.

Þeir er með 26 stig og eru á undan Haukum með 24 stig og Tindastóli með 22 stig í þriðja til fimmta sætinu þar sem barist er um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

Höttur getur hins vegar enn fallið eftir þessi úrslit og möguleikar liðsins á að komast í úrslitakeppnina dvínuðu verulega. Liðið er í tíunda sætinu með 14 stig, tveimur á eftir Þór Þ., Breiðabliki og Stjörnunni.

Keflavík var yfir í hálfleik, 51:47, og leikurinn var spennandi fram á lokamínútuna þó Keflvíkingar hefðu um tíma komist tólf stigum yfir.

Halldór Garðar Hermannsson skoraði 19 stig fyrir Keflavík, Eric Ayala 15, og þá var Dominykas Milka með 12 stig og 12 fráköst.

Bryan Anton Alberts skoraði 21 stig fyrir Hött og Timothy Guers 19.

Gangur leiksins:: 7:4, 12:15, 19:21, 26:31, 34:34, 39:41, 47:48, 47:51, 49:58, 57:66, 60:68, 64:72, 67:74, 72:82, 77:84, 84:89, 84:89, 84:89, 84:89, 84:89.

Höttur: Bryan Anton Alberts 21, Timothy Guers 19/7 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 14/12 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 12/5 fráköst, Matej Karlovic 8, Obadiah Nelson Trotter 8, Juan Luis Navarro 2/5 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 19, Eric Ayala 15/4 fráköst, David Okeke 13/4 fráköst, Igor Maric 13/5 fráköst, Dominykas Milka 12/12 fráköst, Valur Orri Valsson 6/6 stoðsendingar, Jaka Brodnik 6, Magnús Pétursson 5.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Einar Valur Gunnarsson.

Áhorfendur: 354

mbl.is