Jókerinn samur við sig í öruggum sigri

Nikola Jokic í leiknum í nótt.
Nikola Jokic í leiknum í nótt. AFP/Gregory Shamus

Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn fyrir Denver Nuggets þegar liðið hafði betur gegn Detroit Pistons, 119:100, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Jókerinn var hársbreidd frá því að ná þrefaldri tvennu í enn eitt skiptið þegar hann skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Litháinn Domantas Sabonis fór á kostum í liði Sacramento Kings þegar liðið vann góðan sigur á Brooklyn Nets, 101:96.

Sabonis náði sannkallaðri tröllatvennu er hann skoraði 24 stig, tók 21 frákast og gaf auk þess fimm stoðsendingar.

Mikal Bridges var stigahæstur í liði Brooklyn með 23 stig.

Öll úrslit næturinnar:

Detroit – Denver 100:119

Brooklyn – Sacramento 96:101

Phoenix – Orlando 116:113

Milwaukee – Indiana 123:139

Toronto – Oklahoma 128:111

mbl.is