Þórsarar unnu dramatískan sigur á Tindastóli í framlengdum leik

Vincent Malik Shahid var stigahæstur Þórsara í leiknum.
Vincent Malik Shahid var stigahæstur Þórsara í leiknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór vann dramatískan sigur á Tindastóli, 93:90, í framlengdum leik í Þorlákshöfn í efstu deild karla í körfubolta í kvöld.

Leikurinn var gífurlega spennandi allan tímann og skiptust liðin á forystunni allan leikinn. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 83:83 en Tindastóll hafði þá fengið lokasóknina til að tryggja sér sigurinn. Hún var ekki nægilega vel útfærð og Pétur Rúnar Birgisson neyddist til að fara í erfitt þriggja stiga skot sem geigaði.

Í framlengingunni voru það svo Þórsarar sem reyndust sterkari en þar munaði mest um gífurlegt öryggi Vincent Malik Shahid á vítalínunni á ögurstundu. Tindastóll fékk tvö tækifæri til að jafna metin í restina en það gekk ekki og lokatölur því 93:90.

Shahid var stigahæstur í liði Þórs í leiknum með 23 stig og Styrmir Snær Þrastarson kom næstur með 20. Hjá Tindastóli var Antonio Keyshawn Woods frábær en hann skoraði 34 stig.

Þetta var sjötti sigur Þórsarar í síðustu sjö leikjum en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig, í fínni stöðu til að komast í úrslitakeppnina í vor. Tindastóll er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig.

mbl.is