Dallas vann á lokasekúndunni í Los Angeles

Maxi Kleber setur sigurskotið.
Maxi Kleber setur sigurskotið. AFP/Getty Images/KEVORK DJANSEZIAN

Maxi Kleber tryggði Dallas Mavericks sigur á LA Lakers, 111:110, á lokasekúndunni í bandarísku NBA-deildinni í nótt. 

Lakers-liðið leiddi með tveimur en Dallas var með boltann á lokasekúndunum. Þá setti Kleber þrist og tryggði Dallas sigurinn. 

Dallas-maðurinn Kyrie Irving var atkvæðamestur í leiknum með 38 stig, sex fráköst og sex stoðsendingar. Anthony Davis var atkvæðamestur í liði Lakers með 26 stig, tíu fráköst og þrjár stoðsendingar. 

DeMar DeRozen átti stórleik í sigri Chicago Bulls á Minnesota Timberwolves í tvíframlengdum leik, 139:131. Hann setti 49 stig tók 14 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

Öll úrslit næturinnar:

Charlotte Hornets - Philadelphia 76ers 82:121
Artlanta Hawks - Golden State Warriors 127:119
Cleveland Cavaliers - Washington Wizards 117:94
Chicago Bulls - Minnesota Timberwolves 139:131
Houston Rockets - New Orleans Pelicans 114:112
San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 120:126
Portland Trail Blazers - Boston Celtics 112:126
LA Lakers - Dallas Mavericks 110:111

mbl.is