28. þrefalda tvenna Jokic

Nicola Jokic ber boltann upp fyrir Denver í kvöld. Hann …
Nicola Jokic ber boltann upp fyrir Denver í kvöld. Hann var með þrefalda tvennu í sigrinum á Brooklyn en það er í 28. sinn sem hann gerir þrefalda tvennu á leiktíðinni. AFP/Sarah Stier

Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Nicola Jokic gerði sína 28. þreföldu tvennu á keppnistímabilinu í útisigri Denver Nuggets á Brooklyn Nets, 108:102.

Jokic skoraði 22 stig, tók 17 fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. Michael Porter Jr. skoraði þá 28 stig og tók níu fráköst og Jamal Murray skoraði 25 stig og gaf átta stoðsendingar fyrir Denver.

Í liði Brooklyn var það Mikal Bridges sem skoraði 23 stig og Nic Claxton skoraði 19 stig og tók átta fráköst.

Denver leiðir Vesturdeildina með 48 sigrum í 72 leikjum en Brooklyn situr í 6. sæti Austurdeildarinnar með 39 sigra í 71 leik.

46 stig Booker dugðu ekki til sigurs

Devin Booker skoraði 46 stig fyrir Phoenix Suns en það dugði ekki til í tapi á útivelli gegn Oklahoma City Thunder, 124:120.

Shai Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Oklahoma og tók að auki fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Phoenix er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra í 71 leik en Okahoma er í 8. sæti deildarinnar með 35 sigra í 71 leik.

Öll úrslit kvöldsins:

San Antonio - Atlanta 126:118

Brooklyn - Denver 102:108

Oklahoma - Phoenix 124:120

mbl.is