Keflavík er deildarmeistari

Keflavíkurkonur fagna deildarmeistaratitlinum og þakka fyrir stuðninginn í kvöld.
Keflavíkurkonur fagna deildarmeistaratitlinum og þakka fyrir stuðninginn í kvöld. mbl.is/Óttar

Keflavík tryggði sér deildarmeistaratitil kvenna í körfubolta í kvöld er liðið gerði góða ferð í Breiðholtið.

Keflavík er með 46 stig þegar tvær umferðir eru eftir. Haukar og Valur eru með 42 stig og geta náð Keflvíkingum að stigum en ekki komist í efsta sætið vegna innbyrðis viðureigna. Lið ÍR er fallið úr deildinni eftir eins árs dvöl.

Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en Keflavík leiddi frá fyrstu mínútu. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20:11 Keflavík í vil og 37:23 í hálfleik.

Að loknum þriðja leikhluta var munurinn orðinn 32 stig en Keflavík hafði þá skorað 64 stig gegn 32 stigum ÍR. Að lokum fór það svo að Keflavík vann með 45 stiga mun, 87:42.

Birna Valgerður Benónýsdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur með 17 stig, fjögur fráköst og tvær stoðsendingar. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði einnig 17 stig og tók sjö fráköst að auki.

Greeta Uprus var stigahæst í liði ÍR með 12 stig en hún tók að auki 12 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

ÍR - Keflavík 42:87

Skógarsel, Subway deild kvenna, 19. mars 2023.

Gangur leiksins: 2:6, 4:11, 10:17, 11:20, 16:24, 18:30, 18:32, 23:37, 23:43, 26:53, 30:58, 32:64, 38:72, 42:75, 42:81, 42:87.

ÍR: Greeta Uprus 12/7 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 8/10 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 7, Margrét Blöndal 7/13 fráköst, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir 6, Gréta Hjaltadóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 12 í sókn.

Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 17/7 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/6 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9/8 stoðsendingar, Karina Denislavova Konstantinova 9/5 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 7, Anna Lára Vignisdóttir 4, Gígja Guðjónsdóttir 3, Hjördís Lilja Traustadóttir 3, Anna Þrúður Auðunsdóttir 2, Eygló Kristín Óskarsdóttir 1/7 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Jóhann Guðmundsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Jón Svan Sverrisson.

Áhorfendur: 46.

Birna Valgerður Benónýsdóttir með boltann í kvöld. Hún var atkvæðamest …
Birna Valgerður Benónýsdóttir með boltann í kvöld. Hún var atkvæðamest í liði Keflavíkur. mbl.is/Óttar
mbl.is