Tryggvi lék vel í góðum sigri

Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik, lét vel að sér kveða í sterkum sigri Zaragoza í spænsku ACB-deildinni í dag.

Tryggvi Snær skoraði sjö stig og tók átta fráköst á tæpri 21 mínútu fyrir Zaragoza í dag.

Var hann næstfrákastahæstur í leiknum.

Zaragoza er nú með 16 stig í 13. sæti deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsæti, að loknum 23 leikjum.

mbl.is