Þóra og stöllur hennar skrefi nær úrslitunum

Þóra Kristín Jónsdóttir í landsleik í vetur.
Þóra Kristín Jónsdóttir í landsleik í vetur. mbl.is/Óttar Geirsson

Falcon lagði Aabyhöj, 65:54, á heimavelli í fyrsta leik undanúrslitanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta kvenna í kvöld.

Þóra Kristín Jónsdóttir lék rúmlega 23 mínútur í liði Falcon og skoraði á þeim þrjú stig, tók þrjú fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal þremur boltum.

Falcon vann deildarkeppnina og er því með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitunum til að komast í úrslitin en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Amager og Herlev.

mbl.is