Njarðvík fór létt með Hauka

Isabella Ósk Sigurðardóttir var atkvæðamikil í kvöld.
Isabella Ósk Sigurðardóttir var atkvæðamikil í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Isabella Ósk Sigurðardóttir var atkvæðamikil fyrir Njarðvík þegar liðið tók á móti Haukum í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Subway-deildinni, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í 27. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með stórsigri Njarðvíkur, 84:68, en Isabella Ósk skoraði 19 stig, tók tólf fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. Njarðvík leiddi með ellefu stigum í hálfleik, 40:29, og var forskot Njarðvíkinga komið í 21 stig að þriðja leikhluta loknum, 63:42, og leikurinn var svo gott sem búinn.

Lavinia Gomes skoraði 18 stig fyrir Njarðvík en Keira Robinson var langstigahæst hjá Haukum með 35 stig, tíu fráköst og sex stoðsendingar.

Njarðvík er með 34 stig í fjórða sæti deildarinnar en Haukar eru í þriðja sætinu með 42 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert