Stólarnir unnu KR með 52 stigum

Taiwo Badmus skoraði 31 stig fyrir Tindastól í kvöld.
Taiwo Badmus skoraði 31 stig fyrir Tindastól í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Tindastóll lenti ekki í nokkrum vandræðum með botnlið KR þegar liðin áttust við á Sauðárkróki í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Leiknum lauk með 115:63-sigri Tindastóls.

Líkt og tölurnar gefa til kynna réðu Stólarnir lögum og lofum allan leikinn, þó KR hafi staðið ágætlega í heimamönnum í fyrsta leikhluta, þar sem staðan var 27:20.

Eftir hann sáu Vesturbæingar hins vegar ekki til stólar og niðurstaðan ótrúlegur 52 stiga sigur Tindastóls.

Taiwo Badmus var stigahæstur í leiknum með 31 stig fyrir Tindastól. Tók hann sjö fráköst að auki.

Antonio Woods bætti við 24 stigum.

Stigahæstur hjá KR var Aapeli Alanen með 15 stig og tók hann einnig sex fráköst.

Tindastóll heldur kyrru fyrir í fimmta sæti og var þegar öruggt um sæti í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.

KR er þegar fallið og heldur kyrru fyrir í 12. og neðsta sæti.

Tindastóll - KR 115:63

Sauðárkrókur, Subway deild karla, 23. mars 2023.

Gangur leiksins:: 5:2, 14:8, 21:15, 27:20, 35:22, 40:25, 51:25, 55:27, 62:35, 68:35, 73:42, 80:47, 87:53, 104:55, 114:57, 115:63.

Tindastóll: Taiwo Hassan Badmus 31/7 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 24/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 12/9 fráköst, Davis Geks 11, Adomas Drungilas 7/7 fráköst/5 stoðsendingar, Axel Kárason 4, Helgi Rafn Viggósson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

KR: Aapeli Elmeri Ristonpoika Alanen 15/6 fráköst, Antonio Deshon Williams 13, Þorsteinn Finnbogason 11/4 fráköst, Brian Edward Fitzpatrick 9/4 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 7/4 fráköst, Hallgrímur Árni Þrastarson 5, Justas Tamulis 3/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Stefán Kristinsson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 400

mbl.is