Liðum í efstu deild kvenna verður fjölgað

Njarðvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta.
Njarðvíkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta. mbl.is/Óttar Geirsson

Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í gær. Meðal tillaga á þinginu var tillaga um fjölgun liða í efstu deild kvenna, sem sett var fram af Hamri.

Núverandi fyrirkomulag efstu deildar kvenna er þannig að deildin er skipuð átta liðum og fjögur þeirra fara í úrslitakeppni að lokinni deildarkeppni. Eitt lið fellur niður í 1. deild og eitt lið kemur upp á móti.

Breytingin felur í sér fjölgun liða, úr átta í tíu, þar sem tvö lið munu geta fallið og tvö lið komið upp í staðinn. Neðsta lið efstu deildar mun falla beint niður í 1. deild en næst neðsta lið efstu deildar mun fara í umspil um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem enda í 2.-4. sæti 1. deildar.

Þá mun úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn verða sex liða í stað fjögurra, þar sem efstu tvö liðin fara beint í undanúrslit og liðin í 3.-6. sæti spila innbyrðis um að komast þangað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert